Palm River Trek 75L

Palm River Trek 75L

Description

75 lítra þurrpoki sem hentar vel fyrir vatnasportið eða hvaða ferðalög sem er, heldur búnaði og fatnaði þurrum. Vatnsheldu loki efst á poka er auðveldlega hægt að rúlla niður. Auðvelt er að þrengja að pokanum eftir þörfum fyrir gott notagildi, til þess að loka pokanum vel og verja innihald fyrir raka er þrýst vel á pokann til þess að tæma hann af lofti, opi pokans er þrýst saman og rúllað niður fjórum sinnum og festingum lokað. Efni pokans er vatnshelt upp að 10.000 mm. Hliðarhöldur eru styrktar og þar af leiðandi mjög traustar. Botninn er einnig styrktur. Axlarhöldur eru bólstraðar fyrir aukin þægindi og auðvelt er að smella þurrpokanum á bakið. Hannaður fyrir góða burðargetu og mikil þægindi í burði. 

  • Þyngd: 1300 gr
  • Stærð: 78 x 28 x 36 cm
  • Efni: 600D PVC 
  • Einnig fáanlegur 50L og 100L

Verð kr. 12.890,-