KEEN Maupin Women's

KEEN Maupin Women's

Description

Maupin sandalarnir veita góðan stuðning og sólinn hefur mikið grip jafnvel í bleytu svo að þeir henta einstaklega vel sem alhliða sandalar. Opin tá og mjög auðvelt að stilla þá þannig að þeir sitji sem best á fætinum. Hvor skór um sig vegur einungis 207,0 gr (í stærð 37,5). Maupin sandalarnir eru búnir Cleansport NXT™ náttúrulegri lyktarstjórnunartækni. Það er lífræn tækni þar sem að gagnlegar örverur sem finnast allt í kring um okkur eru teknar og festar á yfirborð efnis. Örverurnar hreinsa útgang sem að bakteríur skilja eftir sig og koma þannig í veg fyrir vonda lykt á náttúrulegan hátt án allra eiturefna. Frábær kostur fyrir okkur og ekki síður umhverfið.

  • Eitt band yfir allan fótinn, auðvelt að stilla
  • Efri partur er samsettur úr pólýester, textíl og hitaþjálu pólýúretani sem er slitsterkt og þolir vel olíu, fitu og núning
  • Míkrófíber efni í fóðri
  • PU miðsóli
  • Gúmmí á ytri sóla skilur ekki eftir sig strik í gólfefni
  • Mikið grip á sóla, heldur vel gripi í bleytu
  • Metatomical EVA innlegg, sérstaklega hannað til að mótast eftir fætinum og veita góðan stuðning
  • Cleansport NXT™ náttúruleg lyktarstjórnun

Þyngd á einum skó: 207,0 gr. (Stærð 37,5)
Stærðir: 36 - 37,5 - 38,5 - 39,5 - 40,5 - 42
Lítil númer. Flestir taka númeri stærra en þeir nota vanalega.

Verð: 13.990,-

Umhirða:
Notið rakan, mjúkan svamp til að bursta af laus óhreinindi. Bletti ætti að reyna að fjarlægja strax með mildu hreinsiefni. Athugið að notkun á hreinsiefnum gæti valdið smávægilegum litabreytingum.