AKU Serai GTX

AKU Serai GTX

Description

Serai GTX eru teknískir skór fyrir brodda hannaðir fyrir ísklifur, klassíska fjallamennsku sem og meira krefjandi háfjallamennsku. Endingargóðir og vel einangraðir svo þeir henta vel í kulda við erfiðar aðstæður. Með léttari skóm sem að finnast í þessum gæðaflokki, en samt stífir og styðja vel við svo að þeir henta því einstaklega vel fyrir þá sem að verja miklum tíma í fjalllendi og á jöklum.

Á Serai GTX er hægt a nota smellubrodda. GORE-TEX® filman er vatnsheld og einangrar einnig vel fyrir vindi. Táin á skónum og framhlið tungunnar eru einangraðar með Primalofti til að verja þig fyrir kulda frá snjó og ís sem að eiga þar hvað greiðastan aðgang. Að ofan eru kevlar þræðir innst í nælon fóðrinu sem að eykur styrk, slitþol og endingu. Þrískipt botnplata úr karbon fiber og áli. Loft á milli laga sem að einangrar frá kulda sem að leitar upp frá jörðinni. IMS3 sólinn er gerður úr pólýúretani (PU) í mismunandi þéttleikum sem veitir góða dempun í öllum tegundum af landslagi, en Exoskeleton byggingin veitir stöðugleika og vernd. Há vörn á hliðum úr Liba Smart PU sem að er 40% léttara en gúmmí og jafnframt endingarbetra við núning. Skórnir eru reimaðir alveg fram á tá svo að þú getur stjórnað því hversu þétt þeir sitja að fætinum. Legghlíf efst á skónum hindrar að steinar og snjór berist ofan í skóinn á göngu.

AKU Serai er mjög teknískur skór, hannaður til að vera þægilegur við lengri tíma notkun.

  • Efri partur: Kevlar, nælon og míkrófíber.
  • Vörn á efri parti: Liba Smart PU (40% léttara en gúmmí en endingarbetra við viðnám)
  • Lýsinga á fóðri: Gore Tex® Insulated Comfort.
  • Ytri sóli: VIBRAM® Nepal
  • Miðsóli: Double Density PU Exoskeleton
  • Stífleiki: Carbon Fiber Lasting Board + Honey Comb Aluminum Core + EVA Microporosa (XX STIFF).
  • Innlegg: Custom Fit Pro Aluminum.
  • Þyngd: 840 gr.
  • Stærðir: 38 – 48 Heil og hálf númer

Einstök þægindi og framúrskarandi gæði hafa skipað AKU meðal fremstu og virtustu skóframleiðanda í heimi.

Verð: 53.990,- 

Smelltu á myndirnar til að fræðast betur um AKU á YouTube: