Lomer Pelmo STX

Lomer Pelmo STX

Description

Pelmo STX er alhliða fjallgönguskór sem státar ítölskum gæðum og standast miklar kröfur.

Skórinn er gerður úr Nubuck hágæða leðri og samskeytum haldið í algeru lágmarki til að auka vatnsvörn, endingu og þægindi. Með réttri meðhöndlun næst fantagóð ending.

Vibram sólinn gefur framúrskarandi grip og rifflurnar í sólanum eru hannaðar til að sjálfhreinsa. Þessi sóli svíkur engan í krefjandi aðtæðum.

Fullkomin öndun og vatnsheldni með Symptex filmunni og góður stuðningur við ökklan sem gefur nauðsynlegt bakland í grýttu landslagi eða við burð á þyngri og stærri bakpokum.

Hár gúmmíborðinn samhæfir þá við alla hefðbundna mannbrodda auk þess að verja ytra byrgðið fyrir hnjaski.

Pelmo eru léttir gönguskór og með þeim allra bestu á markaðinum í dag. Meðmælin eru fullt hús stiga hjá Íslenskum gönguhópum og björgunarsveitum.

 Nubuck Leður 2,6 / 2,8 mm
 Sympatex
 Neðsti hluti Vibram 121P - Miðja TD or PU or Micro
 Hægt að taka úr - Filter/Eva hæll/Microfiber lag
 Nylon Antitorsion 5mm
 Gúmmíborði Vibram 2mm
 Millistífir
 Cemented / Límd, einnig þekkt sem: "Stuck On Construction"
 36/48 EU
 780 gr (41 EU)


Verð: 39.600.-

Innsýn í Lomer á YouTube: