AKU Bellamont Gaia GTX

AKU Bellamont Gaia GTX

Description

AKU Bellamont Gaia GTX eru einstaklega léttir og vandaðir skór sérstaklega hannaðir fyrir konur. GORE-TEX® filman heldur fótunum þurrum þó þú lendir í bleytu og skórnir eru sérstaklega þægilegir. Skórnir aðlagast fætinum vel við notkun þökk sé suede efni og henta þeir vel sem dagskór, í léttar göngur, í frístundum, á ferðalögum og hvort sem er úti í náttúrunni eða í borgarumhverfi. VIBRAM® CAMBRIDGE ytri sólinn gefur gott grip og þægindi. Á hælnum er upphá grjótvörn og einnig er vörn allra fremst á skónum. Fáanlegir í 2 litum. 

  • Efri partur: Suede
  • Efri partur vörn: Gúmmí
  • Lýsing á fóðri: Gore-Tex® Performance Comfort 
  • Ytri sóli: VIBRAM® CAMBRIDGE 
  • Miðsóli: Að hluta til endurunnið Die Cut EVA
  • Stífleiki: 1.5mm Nylon + Die Cut Eva (extra flexible), sérstaklega mjúkir
  • Innlegg: COCO/LATEX/BAMBOO 
  • Þyngd: 325 gr 
  • Stærðir: 36 - 43 (koma í heilum og hálfum númerum) 
  • Auka sett af reimum fylgir með 

Verð kr. 23.990,-