Gallaviðgerðir

Gerum við allar tegundir af þurrgöllum, kafaragöllum og blautgöllum. Útskipti á hálsmálum, ermaþéttingum, fótþéttingum eða sokkum. Hægt er að velja á milli latex, hevy duty latex eða neoprene háls og ermargúmmí. Einnig tökum við að okkur breytingar eða sérsmíði á viðbótum. Best er að hafa samband til að fá upplýsingar hvað hentar hverjum galla fyrir sig. Vegna viðgerða á göllum er best að hafa samband til þess að fá upplýsingar varðandi mögulegan biðtíma, hann getur verið breytilegur eftir árstíðum/álagi. 

***

Nokkur góð ráð sem bætir endingu gallans:
Geyma skal gallan þannig að vel lofti um hann. Best er að hann hangi á herðatré.
Ávallt skal skola gallan vel með fersku vatni eftir notkun í sjó. Saltið skemmir öndun og bræðir latex þéttingar.
Forðast skal að geyma galla með latex þéttingum við sólarljós.
Þvo skal gallann reglulega með þar til gerðu efni sem eyðir grút, lifandi veirum og öðrum óhreinindum (t.d Slosh Shampo)
Aldrei skal vöðla saman galla til geymslu nema hann sér alveg þurr.

Nokkur góð ráð við meðhöndlun:
Alltaf skal fara varlega út ermum og hálsmáli til að rífa ekki latex og úlnliðsþéttingar. Hafa skal mottu (t.d C-Mat) undir gallanum þegar farið er í hann og úr til að koma í veg fyrir skemmdir á sokkum og til að forðast óhreinindi berist í efnið. Hægt er að fá þar til gerða nælonsokka sem auðveldar þurrgöllum með latex sokkum að fara í skó. Galla, skó og hanska er gott að geyma í þurrpoka eða C-Mat svo leki ekki í bílinn.